Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   fim 01. febrúar 2018 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Kristó: Óska Binna góðs gengis í Færeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis R., segir sína menn ekki hafa verið tilbúna í leikinn gegn Fjölni fyrr í kvöld.

Fjölnir valtaði yfir Leikni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins með fimm mörkum gegn engu.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  0 Leiknir R.

„Það var heldur betur ströggl og Fjölnisliðið var hrikalega sprækt og við áttum ekki breik," sagði Kristó að leikslokum.

„Þeir sýndu meiri hungur og vilja. Við vorum kannski ekki nógu mótiveraðir í þetta."

Kristó hrósaði ungu strákunum hjá Fjölni og sagðist þekkja til gæða þeirra af eigin reynslu frá tíma sínum hjá Fjölni fyrir fjórum árum.

Hann telur sig vanta nokkra leikmenn í hópinn eftir að hafa misst lykilmenn eftir síðasta tímabil.

„Staðan er svolítið snúin. VIð erum búnir að missa hrygginn okkar. Það er Dóri, Binni er væntanlega að fara til Færeyja, Raggi og Kolli. Þarna ertu með fjóra gaura sem spiluðu lungað af leikjunum í fyrra.

„Það sem pirrar mig mest er þetta Reykjavíkurmót. Við þurfum að vera með alla löglega á meðan við erum að horfa á liðin í kringum okkur taka gaura á prufur, sem er það sem við þyrftum að gera núna.

„Það er Ameríkani, hafsent, hjá okkur, það er að koma Dani á laugardaginn og það verður eitthvað meira, við þurfum að stækka aðeins hópinn hjá okkur. Hópurinn er mjög ungur eins og sást í dag, mikið af strákum sem eru jafnvel á fyrra ári í 2. flokk."


Brynjar Hlöðversson, lykilmaður hjá Leikni, mun líklega spila í Færeyjum næsta sumar og óskar Kristó honum góðs gengis. Brynjar er á leið til HB en Heimir Guðjónsson tók við liðinu í vetur.

„Það bendir allt til þess að hann sé að fara til Færeyja og ég get ekki annað en óskað honum góðs gengis þar. Stórkostlegur maður hann Binni Hlö."
Athugasemdir
banner
banner
banner