Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 02. mars 2018 21:23
Ingólfur Stefánsson
Þýskaland: Aron hetjan í endurkomu Bremen
Aron fagnar marki sínu
Aron fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Borussia M. 2 - 1 Werder
1-0 Denis Zakaria ('5 )
1-1 Niklas Moisander ('33 , sjálfsmark)
1-2 Thomas Delaney ('59 )
2-2 Aron Jóhannsson (78')

Borussia Moenchengladbach og Werder Bremen áttust við í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Moenchengladbach er í baráttu um Evrópusæti en Bremen í fallbaráttu.

Aron Jóhannsson byrjaði á bekknum hjá Bremen í kvöld. Denis Zakaria kom Moenchengladbach yfir strax á 5. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Bremen.

Forskotið tvöfaldaðist þegarNiklas Moisander varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Aron Jóhannsson kom inná í upphafi síðari hálfleiks og átti heldur betur eftir að láta til sín taka.

Thomas Delaney minnkaði muninn á 59. mínútu með fínu skallamarki. Aron var nálægt því að skora í tvígang í kjölfarið en Yann Sommer í marki Moenchengladbach var vel á verði.

Hann kom þó engum vörnum við á 78. mínútu þegar Aron jafnaði metinn fyrir Bremen eftir sendingu Jerome Gondorf.

Innkoma Arons breytti leiknum en hann var mjög hættulegur og skapandi í sóknaraðgerðum Werder Bremen og hefði getað skorað fleiri mörk.

Moenchengladbach eru áfram í sjöunda sæti eftir jafnteflið. Werder Bremen eru í því 14. þremur stigum frá Mainz í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner