Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 05. september 2015 06:30
Arnar Geir Halldórsson
Nabil Fekir meiddist í æfingaleik - Frá í hálft ár
Fekir í leik með Lyon
Fekir í leik með Lyon
Mynd: Getty Images
Franska ungstirnið Nabil Fekir varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar í ljós kom að meiðsli sem hann hlaut í æfingaleik Frakklands og Portúgal munu halda honum frá keppnisvellinum í allt að sex mánuði.

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður byrjaði í fremstu víglínu við hlið Karim Benzema en þurfti að yfirgefa völlinn eftir fjórtán mínútna leik vegna meiðsla.

Hann var umsvifalaust sendur í skoðun og leiddi hún í ljós að hann reif liðbönd í hægra hné.

Þetta er mikið áfall fyrir Lyon en Fekir spilar lykilhlutverk í sóknarleik liðsins og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Hann hefur reglulega verið orðaður við lið á borð við Arsenal og Man City en hann var þarna að leika sinn fimmta A-landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner