Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 06. maí 2015 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir úr Barcelona - Bayern: Messi fær 10
Skoraði tvö og lagði eitt upp. Markahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. 27 ára gamall.
Skoraði tvö og lagði eitt upp. Markahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. 27 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Einkunnagjöfin frá Goal fyrir undanúrslitaleik kvöldsins í Meistaradeildinni er klár og var Lionel Messi valinn sem besti maður vallarins og fékk hann hæstu mögulegu einkunn, eða fimm stjörnur af fimm.

Enginn komst nálægt frammistöðu Messi í leiknum, en sex leikmenn heimamanna fengu sjö rétt eins og tveir leikmenn gestanna, þeir Xabi Alonso og Mehdi Benatia.

Manuel Neuer stefndi í hæstu einkunn eftir magnaðan fyrri hálfleik en í þeim síðari fékk hann þrjú mörk á sig þar sem Messi skoraði á nærstöngina hans, vippaði yfir hann og lagði svo upp mark fyrir Neymar þar sem Brasilíumaðurinn kom boltanum gegnum klofið á Neuer.

Sergio Busquets var versti maður Börsunga í leiknum en hann fékk fimm, rétt eins og Jerome Boateng, Juan Bernat og Bastian Schweinsteiger í liði Bayern.

Barcelona:
Marc-Andre ter Stegen - 6
Dani Alves - 7
Gerard Pique - 7
Javier Mascherano - 7
Jordi Alba - 6
Sergio Busquets - 5
Andres Iniesta - 6
Ivan Rakitic - 7
Neymar - 7
Lionel Messi - 10 Maður leiksins
Luis Suarez - 7

Bayern:
Manuel Neuer - 6
Rafinha - 6
Mehdi Benatia - 7
Jerome Boateng - 5
Juan Bernat - 5
Xabi Alonso - 7
Philipp Lahm - 6
Thiago Alcantara - 6
Bastian Schweinsteiger - 5
Thomas Müller - 6
Robert Lewandowski - 6
Athugasemdir
banner
banner
banner