Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 06. maí 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Grétar Atli í KFG (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFG hefur fengið Grétar Atla Grétarsson til liðs við sig fyrir átökin í 4. deild í sumar

Grétar Atli spilaði með Þrótti á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu upp í Pepsi-deildina.

Grétar er uppalinn Stjörnumaður en hann hefur einnig leikið með Keflavík og Haukum á ferli sínum.

Grétar er fjölhæfur leikmaður en hann spilaði í bakverði hjá Þrótti. Grétar getur einnig leikið á miðjunni og á kantinum.

KFG fékk í síðustu viku fyrrum landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson í sínar raðir en liðið ætlar sér stóra hluti í 4. deildinni í sumar.

Næsti leikur KFG er gegn KFG í Borgunarbikarnum á morgun en liðin berjast þar um sæti í 32-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner