Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 11. september 2014 10:10
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Cristiano Ronaldo til Chelsea?
Powerade
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Sætið hjá Alan Pardew er heitt.
Sætið hjá Alan Pardew er heitt.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er á sínum stað í dag líkt og alla aðra daga.



Chelsea hefur lagt 60 milljónir punda til hliðar til að kaupa Cristiano Ronaldo næsta sumar. (Daily Express)

Abel Hernandez segist hafa hafnað Benfica til að ganga í raðir Hull. (Sky Sports)

Chelsea hefur lýst yfir áhuga á Xavier Simons, 11 ára strák hjá Barcelona. (Daily Express)

Barcelona hefur tryggt sér forkaupsrétt á Gabriel framherja Santos. (Daily Mail)

Louis van Gaal hefur fengið þau skilaboð frá forráðamönnum Manchester United að hann eigi að koma liðinu í topp þrjá á þessu tímabili. (Independent)

Mikel Arteta og Per Mertesacker spiluðu stórt hlutverk í að fá Danny Welbeck frá Manchester United á 16 milljónir punda. (Daily Star)

Joe Lewis, eigandi Tottenham, vill selja félagið á einn milljarð punda. (Daily Mirror)

Daniel Sturridge er í kapphlaupi við tímann fyrir nágrannaslag Liverpool og Everton þann 27. september. (Liverpool Echo)

Tottenham gæti spilað heimaleiki sína á heimavelli Milton Keynes Dons í eitt tímabil meðan nýr leikvangur verður byggður. (Sun)

Lee Cattermole, miðjumaður Sunderland, hefur boðið enska landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson að mæta á leik hjá sér. Cattermole telur að hann eigi heima í enska landsliðinu. (Daily Mail)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, er tilbúinn að hlusta á tilboð í félagið. (Daily Telegraph)

Alan Pardew, stjóri Newcastle, hefur tvo leiki til að bjarga starfinu. (Daily Express)

Danny Welbeck vill fá að spila frammi hjá Arsenal. (Times)

Massimo Cellino, eigandi Leeds, vill fá Robbie Fowler eða Steve Clarke sem næsta knattspyrnustjóra. (Tuttosport)

Juventus og Real Madrid ætla að reyna að fá Glen Johnson bakvörð Liverpool en hann verður samningslaus næsta sumar. (Tuttosport)
Athugasemdir
banner
banner