Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. september 2014 10:29
Magnús Már Einarsson
Wenger: Welbeck hefði ekki komið ef ég hefði verið heima
Wenger skrapp til Róm og á meðan keypti Arsenal leikmann.
Wenger skrapp til Róm og á meðan keypti Arsenal leikmann.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Danny Welbeck hefði ekki komið til félagsins frá Manchester United ef hann hefði verið sjálfur á Englandi á lokadegi félagaskiptagluggans.

Wenger var staddur í Róm á Ítalíu þar sem góðgerðarleikur fór fram.

Welbeck kom til Arsenal frá Manchester United á 16 milljónir punda rétt fyrir lok félagaskiptagluggans en Wenger segist sjálfur hafa upphaflega viljað fá leikmanninn á láni.

,,Ef ég hefði verið heima þá væri hann ekki hérna núna," sagði Wenger á fréttamannafundi í morgun en hann vildi ekki útskýra orð sín nánar þó að fréttamenn hafi gengið á hann.

Welbeck gæti spilað sinn fyrsta leik þegar Arsenal mætir Manchester City á laugardag.

,,Ég get ekki sagt ykkur hvort Welbeck muni byrja en það er möguleiki. Ég þarf að skoða hópinn," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner