Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. september 2014 20:00
Hafliði Breiðfjörð
Er Ísland að slá met á heimslista FIFA?
Icelandair
Ísland fagnar öðru af þremur mörkum liðsins gegn Tyrkjum í vikunni.  Sigurinn gæti lyft Íslandi hátt á FIFA listanum.
Ísland fagnar öðru af þremur mörkum liðsins gegn Tyrkjum í vikunni. Sigurinn gæti lyft Íslandi hátt á FIFA listanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svo gæti farið að met falli næstkomandi fimmtudag þegar nýr Heimslisti FIFA verður tilkynntur en búist er við stóru stökki hjá íslenska landsliðinu.

Ísland var í 46. sæti þegar Heimslistinn var síðast kynntur fyrir ágúst mánuð og hafði þá farið upp um eitt sæti. Síðan þá hefur Ísland unnið 3-0 sigur á Tyrklandi í vikunni.

Samkvæmt lauslegum útreikningum gæti farið svo að Ísland fari í 33. - 35. sæti á listanum sem verður kynntur 18. september næstkomandi því svo virðist sem Ísland sé að fara upp fyrir Tyrkland, Serbíu, Honduras, Austurríki, Venezúela, Slóveníu, Ungverjaland, Egyptaland og Gana.

Þetta er þó ekki staðfest ennþá þó svo allt bendi til þess en fari svo er ljóst að met sé fallið því Ísland hefur aldrei komist svo hátt á listanum.

Best lét í september árið 1994 þegar Ísland var í 37. sætinu. Ásgeir Elíasson stýrði liðinu þá og þegar listinn kom út hafði liðið unnið þrjá vináttuleiki hér heima í röð, gegn Bólivíu, Eistlandi og Furstadæmunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner