Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 13. febrúar 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Arsenal og Tottenham berjast um nýjan Henry
Powerade
Kylian Mbappe - næsti Thierry Henry?
Kylian Mbappe - næsti Thierry Henry?
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez er orðaður við önnur félög.
Alexis Sanchez er orðaður við önnur félög.
Mynd: Getty Images
Slúðrið er á sínum stað í dag líkt og alla aðra daga.



Alexis Sanchez (28), leikmaður Arsenal, er á óskalista bæði PSG og Juventus fyrir sumarið. Bæði félög eru bjartsýn á að geta keypt Alexis í sínar raðir. (Daily Mirror)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur hrósað Jack Wilshere (25). Wilshere er í láni hjá Bournemouth frá Arsenal en Guardiola gæti reynt að fá hann til City í sumar. (Telegraph)

Ross Barkley (23), miðjumaður Everton, gæti beðið með að framlengja samning sinn við félagið. Toppfélög á Englandi fylgjast með gangi mála. (Daily Star)

Tottenham er að berjast við Arsenal um Kylian Mbappe (18), framherja Monaco. Mbappe hefur verið borinn saman við Thierry Henry. (Daily Mirror)

Ronaldinho telur að Gabriel Jesus (19), framherji Manchester City, geti orðið betri en Lionel Messi. (Daily Mirror)

Manchester United þarf að borga Monaco 8,5 milljónir punda næst þegar Anthony Martial (21) skorar. United keypti Martial á 36 milljónir punda árið 2015 en í samningnum voru ýmsar klásúlur. Meðal annars að Monaco myndi fá meiri pening eftir ákveðið mörg mörk. (Daily Mirror)

Juan Mata (28) var aldrei nálægt því að vera seldur frá Manchester United síðastliðið sumar eftir að Jose Mourinho tók við. Mourinho seldi Mata frá Chelsea á sínum tíma. (Manchester Evening News)

Claudio Bravo (33), markvörður Manchester City, hefur gefið Willy Caballero góð ráð yfir það hvernig á að takast við gagnrýni í marki liðsins. (Manchester Evening News)

Southampton ætlar í æfingabúðir utan Englands til að undirbúa sig fyrir úrslitaleik enska deildabikarsins gegn Manchester United síðar í mánuðinum. (Southern Daily Echo)

Paul Clement, stjóri Swansea, ætlar að gefa leikmönnum sínum gott frí eftir sigurinn á Leicester í gær. (Wales Online)

Sunderland er á leið í fjögurra daga ferð til New York en það hefur verið gagnrýnt mikið eftir 4-0 tap liðsins gegn Southampton um helgina. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner
banner