Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 13. febrúar 2017 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Pep Guardiola: Mun biðja fyrir Jesus
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er ánægður eftir 2-0 sigur sinna manna gegn Bournemouth.

Gabriel Jesus byrjaði sem fremsti maður en þurfti að fara útaf vegna ökklameiðsla eftir stundarfjórðung. Sergio Agüero kom inn í hans stað og var nálægt því að skora mark, en það var skráð á Tyrone Mings, varnarmann Bournemouth.

„Sergio spilaði vel, hann barðist mikið og skoraði, sem er mikilvægt fyrir sjálfstraustið," sagði Guardiola. „Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd, hann var mikilvægur partur af liðinu fyrir þennan leik og er það ennþá.

„Á morgun munum við vita hvernig Gabriel líður, í kvöld mun ég biðja fyrir því að þetta séu ekki alvarleg meiðsli."


Pep var stoltur af frammistöðu sinna manna sem héldu hreinu og eru í öðru sæti deildarinnar, átta stigum frá toppliði Chelsea.

„Það er ennþá langt í toppsætið, bilið er alltof stórt. Ég er mjög ánægður með frammistöðu minna manna, við spiluðum þennan leik hárrétt og héldum boltanum vel innan liðsins. Núna þurfum við að halda þessu áfram og vinna upp stigamuninn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner