Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 14. apríl 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Graham Poll: Suarez átti að vera farinn í sturtu á 53. mínútu
Graham Poll er talinn meðal bestu dómara í heimi síðustu áratugi
Graham Poll er talinn meðal bestu dómara í heimi síðustu áratugi
Mynd: Getty Images
Clattenburg er einn besti dómari Englands í dag að mati margra
Clattenburg er einn besti dómari Englands í dag að mati margra
Mynd: Getty Images
Graham Poll er einn besti fótboltadómari sem England hefur nokkurn tímann alið af sér en hætti störfum árið 2007.

Eftir að hafa hætt sem dómari hélt Poll áfram mikilvægu dómaratengdu starfi á Englandi þar sem hann gagnrýnir meðal annars núverandi dómara deildarinnar.

Mark Clattenburg dæmdi stórleik Liverpool og Manchester City sem fór 3-2 fyrir Liverpool og hér fyrir neðan má sjá greiningu Poll á dómgæslunni í leiknum.

Poll telur Clattenburg hafa átt góðan leik sem var erfitt að dæma, þrátt fyrir stór mistök, þar sem Man City átti að fá tvær vítaspyrnur í leiknum og Luis Suarez rautt spjald.

,,Mark Clattenburg átti mjög góðan leik. Það er aðeins með notkun endursýninga þar sem atriðin eru spiluð hægar sem ég get greint hvað er rétt og rangt í hverri stöðu," skrifaði Poll í pistil sinn á Daily Mail.

,,5. mínúta - Óvenjulegt gult spjald í risastórum úrvalsdeildarleik. Luis Suarez er seinn í tæklingu. Spjaldið er rétt en óþarfi. HARKALEGT

,,21. mínúta - Javi Garcia er nýkominn inná, brýtur af sér og fær gult spjald, sem sannar kannski að dómarinn er sanngjarn við bæði lið. HARKALEGT

,,33. mínúta - Mamadou Sakho brýtur á Edin Dzeko í vítateig Liverpool en Clattenburg dæmir ekki vítaspyrnu. RANGT

,,53. mínúta - Suarez dýfir sér augljóslega eftir tæklingu Martin Demichelis, sem kemur ekki við sóknarmanninn. Þetta var augljós dýfa sem átti að gefa gult spjald fyrir en Clattenburg leyfir leiknum að fljóta áfram. Annað gult spjald hefði sent Suarez í sturtu. RANGT

,,61. mínúta - Daniel Sturridge fellur í vítateignum eftir skyndisókn Liverpool og vill vítaspyrnu. Pablo Zabaleta náði að koma við boltann og Clattenburg dæmir hornspyrnu. RÉTT

,,67. mínúta - Suarez fellur í vítateig eftir samskipti við Vincent Kompany sem setti hönd á sóknarmanninn. Tæknilega væri hægt að færa rök fyrir vítaspyrnu en hún er ekki gefin þar sem sóknarmanninum er ekki ýtt og það er lítilvægleg snerting. RÉTT

,,73. mínúta - David Silva fellur í vítateignum eftir litla snertingu frá Jon Flanagan. Clattenburg dæmir ekki vítaspyrnu. RÉTT

,,93. mínúta - Jordan Henderson fær rautt spjald fyrir harkalega tæklingu sem stofnaði Samir Nasri í voða. RÉTT

,,94. mínúta - Í lok uppbótartímans er boltanum dælt í vítateig Liverpool þar sem Martin Skrtel nær að hreinsa. Endursýningar sýna að Skrtel hreinsar boltann með höndinni. City átti að fá vítaspyrnu og líklegt jöfnunarmark. RANGT"

Athugasemdir
banner
banner