Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   mán 14. nóvember 2016 15:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Aron Einar: Viljum klára þetta ár almennilega
Icelandair
Aron á æfingu á Möltu í dag.
Aron á æfingu á Möltu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, á fínar minningar af Ta'Qali leikvanignum í Möltu en hann spilaði sinn fyrsta landsleik þar árið 2008.

„Það var á móti Hvíta-Rússlandi á Möltumótinu 2008. Þetta eru ágætis minningar, það var mikil spenna að spila fyrsta leikinn. Ég, Theódór Elmar og Bjarni Viðars fórum áfram í U-21 árs verkefni eftir það. Við spiluðum bara einn leik hérna," sagði Aron.

Aron þekkir Michael Mifsud, skærustu stjörnu Maltverja, en þeir léku saman hjá Coventry á sínum tíma.

„Hann er snöggur þó hann sé orðinn 35 ára. Hann hefur ennþá hraða og tækni. Hann er flottur gaur sem var gaman að spila með þegar hann var aðeins yngri."

Malta er í 178 sæti á heimslista FIFA en liðið hefur ekki unnið marga leiki undanfarin ár.

„Þeir hafa verið að vinna í varnarleiknum, þeir eru með ítalskan þjálfara sem er að vinna í því. Þeir hafa verið að ná ágætis úrslitum þó að stigin séu ekki mörg. Þeir hafa ekki verið að tapa stórt á móti fínum liðum."

Ísland komst auðvitað á EM í sumar og hefur árið hjá landsliðinu verið gjörsamlega magnað.

„Þetta er búið að vera okkar besta ár og við munum muna eftir þessu ári í einhvern tíma. Það er um að gera að klára þetta ár á góðum úrslitum. Heilt yfir er þetta ár búið að vera frábært og við viljum klára það almennilega á móti Möltu," sagði Aron.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner