Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 15. júní 2018 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og trúin sé ekki til staðar hjá Keflvíkingum"
Það sem Lucas lærði í 9. umferð
Keflavík hefur ekki verið að spila vel í sumar og er á botni Pepsi-deildarinnar.
Keflavík hefur ekki verið að spila vel í sumar og er á botni Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Lucas vill sjá KA styrkja sig í næsta glugga.
Lucas vill sjá KA styrkja sig í næsta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla gefur Lucas Arnold, enskur aðdáandi Pepsi-deildarinnar, upp sitt álit á því sem stóð upp úr í umferðinni sem var að líða.

Níundu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gærkvöld.

Úrslit í 9. umferð:
ÍBV 0 - 1 Valur
Breiðablik 2 - 0 Fylkir
KA 1 - 2 Stjarnan
Fjölnir 0 - 1 Grindavík
FH 3 - 0 Víkingur R.
Keflavík 0 - 4 KR

Bjóst við meira frá Keflavík og KA
Keflavík og KA töpuðu sínum leikjum í gær og er staða þeirra í deildinni ekki sérstök. Lucas bjóst við meira frá þessum liðum.

„Ég held að við höfum alltaf vitað að þetta yrði erfitt fyrir Keflavík, en ég held að enginn hefði búist við því að þeir myndu líta út eins og fallið lið svona snemma. Níu leikir búnir, þrjú stig, og þetta lítur mjög illa út hjá þeim. Þeir eiga enn eftir að vinna, þeir gátu loksins spilað Jeppe og Lasse saman gegn KR og voru samt 2-0 undir eftir 10 mínútur. Mér finnst eins og trúin sé ekki til staðar hjá Keflvíkingum."

„Annað lið sem við bjuggumst við miklu meira frá er KA. Átta stig úr níu leikjum, jafnir ÍBV, og flestir voru að tippa á að þeir myndu vera í Evrópubaráttu. Túfa, þjálfari KA, hefur litið út fyrir að vera mjög pirraður út í leikmenn sína í síðustu leikjum, en eins og ég sagði á meðan leiknum við Stjörnuna stóð, eru það leikmennirnir sem fóru sem eru vandamálið fyrir KA."

„Þeir fengu Christian í markið og Hallgrím í vörnina, en þeir leyfðu Emil (Lyng) og Almarri (Ormarssyni) að fara. Það verður að líta á það sem mistök. Það vantar allan skapanda í sóknarleikinn. KA var eitt af þeim liðum sem hafði áhuga á Guðjóni Pétri og þeir verða einfaldlega að styrkja liðið í næsta glugga."

„Hlakka til að fylgjast áfram með bestu deild í heimi"
Nú tekur smá frí við í Pepsi-deildinni. Liðin sem taka þátt í Evrópukeppni spila í næstu viku en næsta umferð eftir það hefst ekki fyrr en 1. júlí næstkomandi.

Á meðan Pepsi-deildin tekur sér stutt frí er HM í fullum gangi og þar er Ísland á meðal þáttökuþjóða.

„Efstu liðin unnu, svo það er ekki mikið að frétta þar, en ég held að fallbaráttan verði líka mjög áhugaverð í ár. Hvernig mun ÍBV höndla Evrópukeppni og deildina á sama tíma? Kannski er Keflavík ekki dauðadæmt?"

„Ég hlakka til að fylgjast áfram með bestu deild í heimi eftir að Ísland kemur heim með Heimsmeistarabikarinn," sagði Lucas að lokum.

Ísland spilar sinn fyrsta leik á HM á morgun við Argentínu. Leikurinn hefst 13:00 á íslenskum tíma.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner