Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 16. mars 2024 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Eggert Aron gæti misst þjálfarann til Skotlands
Mynd: Elfsborg
Mynd: Elfsborg
Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson eru einu Íslendingarnir í leikmannahópi sænska stórliðsins IF Elfsborg.

Andri Fannar er hjá félaginu á lánssamningi en Eggert Aron er samningsbundinn Elfsborg næstu fjögur árin, eða þar til í júní 2028.

   09.01.2024 16:38
Mjög góð tilfinning að ná einum mest spennandi leikmanni Íslands eftir harða samkeppni


Eggert Aron gæti þó verið að missa nýja þjálfarann sinn, Jimmy Thelin, sem er eftirsóttur af Aberdeen í efstu deild skoska boltans.

Thelin hefur verið við stjórnvölinn hjá Elfsborg síðan 2018 en gæti núna tekið við stjórnartaumunum hjá Aberdeen, eftir að Neil Warnock sagði upp starfi sínu sem bráðabirgðastjóri á dögunum.

Thelin stýrði Elfsborg í 2. sæti sænsku deildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði titilbaráttunni á markatölu eftir 1-0 tap í innbyrðisviðureign gegn toppliði Malmö í lokaumferðinni.

Hann hefur gert flotta hluti með félagið, þar sem Elfsborg endaði í öðru sæti sænsku deildarinnar 2020, fjórða sæti 2021 og sjötta sæti 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner