Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   þri 09. janúar 2024 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög góð tilfinning að ná einum mest spennandi leikmanni Íslands eftir harða samkeppni
,,Markmiðið mitt er að vinna allt!"
Við höfum reynt í langan tíma að fá Eggert til okkar og núna erum við loksins komnir í mark
Við höfum reynt í langan tíma að fá Eggert til okkar og núna erum við loksins komnir í mark
Mynd: Elfsborg
Get ekki þakkað Stjörnunni og liðsfélögum mínum nóg fyrir síðasta tímabil
Get ekki þakkað Stjörnunni og liðsfélögum mínum nóg fyrir síðasta tímabil
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ég elska að vinna. Markmiðið mitt er að vinna allt!
Ég elska að vinna. Markmiðið mitt er að vinna allt!
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég get ekki þakkað Stjörnunni og liðsfélögum mínum nóg fyrir síðasta tímabil. Þeir hjálpuðu mér mikið sem varð til þess að á endanum var ég valinn besti ungi leikmaðurinn," segir Eggert Aron Guðmundsson m.a. í frétt á heimasíðu Elfsborg þar sem hann er kynntur til leiks sem nýr leikmaður félagsins.

Hann segir þar að hann hafi rætt við Andra Fannar Baldursson, liðsfélaga sinn á miðjunni í U21 landsliðinu, áður en hann tók ákvörðun. Eggert og Andri verða liðsfélagar hjá Elfsborg fram á sumarið hið minnsta en þá endar lánssamningur Andra við félagið en hann er þar á láni frá Bologna. Þeir munu hittast aftur í Bandaríkjunum á næstu dögum því báðir eru þeir í A-landsliðshópnm fyrir komandi vináttuleiki.

„Mér finnst það alveg frábært. Að einhver eins og ég, aðeins 19 ára, sé valinn í landsliðið. Það er stór draumur að rætast hjá mér," sagði Eggert um landsliðsvalið.

Hann lýsir sjálfum sér sem kröftugum miðjumanni sem sé öflugur í návígum og hrifinn af því að fara af stað með boltann. „Ég elska að vinna. Markmiðið mitt er að vinna allt!"

„Félagið hefur gert mjög flotta hluti á síðustu árum og eru með mjög góðan þjálfara í Jimmy Thelin. Tilfinningin er sú að Elfsborg muni bara halda áfram að fara upp, og að við munum ná að gera mjög góða hluti saman."

„Ég hef trú á því að ég geti gert góða hluti og náð árangri ef ég held áfram að gera eins og ég hef gert til þessa. Þetta er stórt skref fyrir mig en ég er spenntur fyrir þesu ferðalagi og ég er þakklátur að fá þetta tækifæri hjá Elfsborg."


Stefan Andreasson er yfirmaður hjá Elfsborg. Hann tjáði sig um kaupin.

„Við höfum reynt í langan tíma að fá Eggert til okkar og núna erum við loksins komnir í mark. Íslan er mjög áhugaverður markaður fyrir okkur og sú staðreynd að við höfum nú náð að laða að okkur einn efnilegasta leikmann Íslands í harðri samkeppni við önnur félög finnst okkur auðvitað mjög gott."

Þjálfarinn Jimmy Thelin hafði eftirfarandi að segja: „Eggert er mjög framtakssamur leikmaður sem er stöðugt að leita að lausnum bæði með og án bolta. Hann er mjög duglegur, með mikinn kraft og háa ákefð. Við höfum trú á því að hann geti gert góða hluti fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega og að hann passi mjög vel inn í hvernig við spilum. Utan vallar er Eggert drífandi og áhugasamur maður sem við teljum að muni falla vel inn í hópinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner