Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 16. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Titilvörn Man City heldur áfram gegn Newcastle
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það eru fimm áhugaverðir slagir á dagskrá í enska boltanum í dag þar sem tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum FA bikarsins og þrír í ensku úrvalsdeildinni.

Dagurinn hefst í hádeginu þegar Wolves tekur á móti Coventry City í fyrri bikarleik dagsins, áður en Manchester City tekur á móti Newcastle í stórleik.

Man City reynir að verja FA titilinn eftir að hafa unnið keppnina í fyrra og verður spennandi að fylgjast með lærisveinum Pep Guardiola gegn sterkum andstæðingum frá Newcastle.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eiga þá heimaleik við Brentford í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Luton og Nottingham Forest eigast einnig við í fallbaráttuslag.

Fulham og Tottenham mætast að lokum í Lundúnaslag í síðasta leik dagsins í úrvalsdeildinni.

FA bikarinn:
12:15 Wolves - Coventry
17:30 Man City - Newcastle

Enska úrvalsdeildin:
15:00 Burnley - Brentford
15:00 Luton - Nott. Forest
17:30 Fulham - Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 24 6 5 82 26 +56 78
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 7 8 65 49 +16 61
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
11 Bournemouth 35 12 10 13 49 60 -11 46
12 Brighton 34 11 12 11 52 54 -2 45
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner