Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   sun 16. júlí 2017 17:11
Elvar Geir Magnússon
Glódís Perla: Lengi verið draumur að komast í þetta félag
Glódís í viðtali við Arnar Daða.
Glódís í viðtali við Arnar Daða.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Opinberað var í gær að varnarmaður íslenska landsliðsins, Glódís Perla Viggósdóttir, hefði Rosengard í Svíþjóð.

Arnar Daði Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, ræddi við Glódísi á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag.

„Þetta kom upp í byrjun sumars en ég lagði þetta til hliðar. Svo vildi ég vera búin að taka ákvörðun fyrir EM. Þetta kláraðist núna í vikunni," segir Glódís.

Hún segir að hún hafi ekki verið að skoða fleiri félög. Hún yfirgefur lið Eskilstuna til að ganga í raðir Rosengard.

„Mér finnst þetta rétt skref fyrir mig. Þetta er frábær klúbbur sem er með sigurhefð og hefur skilað frá sér frábærum leikmönnum í gegnum tíðina. Ég vil taka næsta skref í minni þróun og verða betri."

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði lék fyrir Rosengard. Hún hafði samband við Glódísi og fór fögrum orðum um félagið.

„Það hjálpaði mér að gefa mér innsýn inn í það sem félagið er að gera."

„Mig hefur í mörg ár langað að spila fyrir Rosengard. Það var draumur hjá mér þegar ég var svona fimmtán ára. Það er ákveðinn draumur og markmið að rætast og ég er rosalega spennt," segir Glódís.

Arnar spurði Glódísi að því hvort hún yrði ríkari fjárhagslega á skiptunum?

„Ég held að maður verði aldrei ríkur í kvennaboltanum því miður. En Rosengard hefur vissulega meiri pening en mörg lið."

Sjá einnig:
Freysi: Glódís gæti spilað með Lyon og Barcelona

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner