Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 19:29
Aksentije Milisic
Fréttamaður við tilfinningaríkan Bruno: Ert alltaf til staðar fyrir Man Utd
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Manchester United vann ótrúlegan sigur á Liverpool í 8 liða úrslitum enska bikarsins í gær en eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2 og því þurfti að framlengja.


Liverpool komst yfir í framlengingunni en United svaraði með mörkum frá Marcus Rashford og Amad Diallo undir blálokin. Man Utd er því komið á Wembley og mætir Coventry í undanúrslitum.

Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd, var í viðtali eftir leik þar sem hann hrósaði hverjum samherja sínum á fætur öðrum. Hann talaði um kjarkinn hjá Aaron Wan-Bissaka að spila tæpur, Antony fyrir að leysa vinstri bakvörðinn og Victor Lindelof fyrir að leggja sig allan fram.

Eftir ræðu Bruno ákvað fréttamaður MUTV aftur á móti að gefa Bruno sjálfum það hrós sem hann átti skilið.

„Nú hefur þú verið góður fyrirliði og hrósað öllum leikmönnum liðsins, núna ætla ég að hrósa þér,” sagði fréttamaðurinn.

„Þú ert alltaf til staðar fyrir þetta lið. Þú gefur alltaf allt sem þú átt líkamlega. Stuðningsmennirnir um allan leikvanginn kunna að meta það. Ég vona að þú vitir hversu mikið stuðningsmennirnir á vellinum elska þig.”

Eftir þessi orð fréttamannsins varð Bruno tilfinningaríkur og hann viðurkenndi það sjálfur.

„Ég kann að meta þessi orð, þú gerðir mig tilfinningaríkan. Það koma slæmir tímar og góðir tímar en ég verð alltaf til staðar.”

Bruno spilaði vel í gær og var hann orðinn draghaltur í framlengingunni. Það stoppaði hann ekki heldur fór hann alla leið niður í vörnina til að hjálpa þar með reynslu sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner