Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Igor Tudor tekur við starfi Maurizio Sarri (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Lazio er búið að staðfesta ráðningu á nýjum þjálfara eftir að Maurizio Sarri var látinn taka pokann sinn á dögunum.

Igor Tudor er tekinn við félaginu og telja ítalskir fjölmiðlar að hann hafi fengið tæplega 18 mánaða samning hjá Lazio, sem gildir út næstu leiktíð eða þar til í júní 2025.

Tudor hefur áður stýrt Udinese og Verona í ítalska boltanum en á ferli sínum sem leikmaður var hann hjá Juventus frá 1998 til 2007. Hann þekkir því vel til á Ítalíu.

Tudor er 45 ára gamall og var síðast við stjórnvölinn hjá Marseille, en hann hefur einnig stýrt Hajduk Split, PAOK, Karabukspor og Galatasaray á ferlinum.

Hann tekur við Lazio sem hefur verið að spila undir getu á tímabilinu og situr í níunda sæti ítölsku deildarinnar, fjórum stigum frá evrópusæti.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner