Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 18. mars 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ barst mikill fjöldi umsókna fyrir starf framkvæmdastjóra
Jörundur Áki, hér fyrir miðju, sinnir í dag starfi framkvæmdastjóra.
Jörundur Áki, hér fyrir miðju, sinnir í dag starfi framkvæmdastjóra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ barst samvæmt upplýsingum Fótbolta.net 36 umsóknir fyrir starf framkvæmdastjóra sambandsins en umsóknarfrestur rann út þann 6. mars síðastliðinn.

Klara Bjartmarz sem hefur gegnt starfinu í fjölda ára hætti um síðustu mánaðarmót.

Jörundur Áki Sveinsson er starfandi framkvæmdastjóri en hann starfar einnig sem yfirmaður fótboltamála hjá sambandinu.

Jörundur Áki segir í skriflegu svari við Fótbolta.net að ráðningarferlið sé hafið en það sé ekki verið að vinna með lokadagsetningu hvenær skal vera búið að ráða í starfið.

Það verður afar fróðlegt að sjá hver mun taka þetta mikilvæga starf að sér.

Rætt var um starfið í útvarpsþættinum Fótbolti.net en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner