Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfa að borga metfé til að landa Branthwaite
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Jarrad Branthwaite, miðvörður Everton, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United að undanförnu.

Branthwaite hefur skotist fram á sjónarsviðið á þessu tímabili og hefur verið algjör lykilmaður fyrir Everton.

Hinn 21 árs gamli Branthwaite var nýverið valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta sinn en samkvæmt Teamtalk í Bretlandi þá mun leikmaðurinn ekki fara ódýrt í sumar.

Verðmiðinn á honum núna er 80 milljónir punda.

Ef United myndi kaupa hann á því verði þá yrði Branthwaite dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans, ásamta Harry Maguire sem var keyptur til Man Utd frá Leicester fyrir fimm árum síðan.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Branthwaite verði á ferðinni í sumar en Everton vill greinilega ekki missa hann.
Athugasemdir
banner
banner