Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Þetta eru blendnar tilfinningar
Mynd: Getty Images

Liverpool er úr leik í Evrópudeildinni þrátt fyrir sigur gegn Atalanta í kvöld þar sem Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Liðið tapaði fyrri leiknum á Anfield 3-0.


Jurgen Klopp hefur því stýrt Liverpool í sínum síðasta Evrópuleik en hann mun hætta með liðið eftir tímabilið.

Hann var ánægður með spilamennskuna í kvöld en að vonum svekktur að falla úr leik. Liðið er í harðri baráttu um enska meistaratitilinn en liðið er tveimur stigum á eftir Man City þegar sex umferðir eru eftir.

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Við erum úr leik en ég er ánægður með leikinn. Við vildum óska þess að við gætum farið til Dublin en það gerðist ekki. Við eigum eina keppni eftir og við gefum allt í hana," sagði Klopp í viðtali hjá TNT.


Athugasemdir
banner
banner
banner