Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 18. maí 2018 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Þriðji jafnteflisleikur Vals í röð
KR-ingar fyrstir til að taka stig af Breiðablik
Úr leik Vals og Stjörnunnar.
Úr leik Vals og Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Blikar töpuðu sínum fyrstu stigum.
Blikar töpuðu sínum fyrstu stigum.
Mynd: Raggi Óla
Almarr skoraði sigurmark Fjölnis.
Almarr skoraði sigurmark Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fjórir leikir að klárast í Pepsi-deild karla. Aðeins tveir áttu að vera í kvöld en þeir urðu fjórir þar sem tveimur leikjum, sem áttu upprunalega að vera í gær, var frestað.

Það virðist vera einhver þynnka í Valsmönnum. Fyrir mót Valsmenn efstir með yfirburðum í öllum spám og voru hinir ýmsu sérfræðingar á því að þeir myndu rúlla yfir mótið. Eins og staðan er núna lítur hins vegar ekki út fyrir að það verði raunin.

Valur gerði sitt þriðja jafntefli í kvöld er liðið mætti Stjörnunni.

Stjarnan komst yfir á 20. mínútu með marki Hilmars Árna Halldórssonar en í uppbótartíma hálfleiksins jafnaði Valur úr vítaspyrnu. Á samfélagsmiðlum var hraunað yfir Tobias Thomsen fyrir að dýfa sér fyrir vítaspyrnunni.


Baldur Sigurðsson kom Stjörnunni aftur yfir á 64. mínútu en nokkrum mínútum síðar jafnaði Valur að því er virtist með kolólöglegu marki.

Lokatölurnar 2-2 sem er grátlegt fyrir Stjörnuna þar sem bæði mörk Vals voru umdeild. Þetta er þriðji jafnteflisleikur Vals í röð en Stjarnan bíður enn eftir fyrsta sigrinum.

Bæði lið hafa gert þrjú jafntefli, Valur hefur aftur á móti unnið einn leik og Stjarnan tapað einum.

Fyrstu stigin sem Breiðablik tapar
Á öðrum vígstöðum tapaði Breiðablik sínum fyrstu stigum í sumar og þar með eru öll lið deildarinnar búin að tapa stigum.

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli í Frostaskjóli gegn KR sem var að gera sitt annað jafntefli í röð. Blikar eru enn á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Fjölnir er komið á sigurbraut eftir góðan sigur í Keflavík og þá var Grindavík fyrsta liðið til að sigra Víking. Fyrrum Haukamaðurinn Aron Jóhannsson gerði þar sigurmarkið.

Hér að neðan má lesa nánar um alla leikina.

Keflavík 1 - 2 Fjölnir
0-1 Birnir Snær Ingason ('31 )
1-1 Hólmar Örn Rúnarsson ('52 )
1-2 Almarr Ormarsson ('62 )
Lestu nánar um leikinn

KR 1 - 1 Breiðablik
0-1 Willum Þór Willumsson ('65 )
1-1 Kennie Knak Chopart ('67 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur R. 0 - 1 Grindavík
0-1 Aron Jóhannsson ('45 )
Lestu nánar um leikinn

Valur 2 - 2 Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson ('20 )
1-1 Patrick Pedersen ('45 , víti)
1-2 Baldur Sigurðsson ('64 )
2-2 Sigurður Egill Lárusson ('78 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner