Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 18. júlí 2017 20:09
Dagur Lárusson
Lucas Leiva til Lazio (Staðfest)
Lucas er farinn til Ítalíu
Lucas er farinn til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Ítalska liðið Lazio hefur gengið frá kaupum á brasilíska miðjumanninum, Lucas Leiva frá Liverpool en kaupverðið er óuppgefið.

Lucas Leiva gekk til liðs við Liverpool árið 2007 frá Gremio í Brasilíu og hafði því verið hjá liðinu í 10 ár, lengst allra núverandi leikmanna.

Lucas, sem að lék 346 leiki fyrir þá rauðklæddu, fór í viðtal við vefsíðu félagsins þar sem hann kvaddi formlega.

„Liverpool er sérstakur staður og sérstakt lið, ólíkt öllu öðru,"

„Stuðningsmennirnir eru svo stór hluti af þessu félagi, jafnvel stærsti hlutinn af félaginu því án þeirra væri félagið ekkert."

„Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn öll þessi ár, sérstaklega á erfiðum tímum. Ég mun halda áfram að horfa á og styðja Liverpool og ég mun klárlega heimsækja borgina aftur einn daginn."
Athugasemdir
banner