Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 19. mars 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
KFG fær Guðmund Pál frá Vestra (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Páll Einarsson er orðinn nýr leikmaður KFG eftir að hafa alist upp hjá Vestra og spilað 12 leiki fyrir félagið í Lengjudeildinni.

Hann skoraði 15 mörk í 23 leikjum með Herði frá Ísafirði í 4. deildinni sumarið 2021 en tókst ekki að skora með Vestra.

Guðmundur Páll er fæddur 2005 og gæti reynst gríðarlega öflugur liðsstyrkur fyrir KFG sem leikur í 2. deild.

KFG fékk 30 stig úr 22 leikjum í fyrra og vonast til að ná betri árangri í ár.

Guðmundur er afar fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem vængbakvörður, kantmaður, miðjumaður og framherji.
Athugasemdir
banner
banner
banner