Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 19. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilaði sig úr landsliðinu þegar hann fékk loksins að spila
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hann gekk í raðir West Ham á láni frá Manchester City í janúarglugganum.

Miðjumaðurinn var varaskeifa fyrir Rodri hjá Man City og fékk varla að snerta völlinn er hann var á mála hjá Englands- og Evrópumeisturunum. Hann fór yfir til West Ham og þar hefur hann fengið að spila, en verið vægast sagt slakur.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er mikill aðdáandi Phillips en sá sér ekki fært að velja hann í síðasta landsliðshóp. „Hann (Phillips) hefur einfaldlega ekki spilað nægilega vel," sagði Southgate þegar hann valdi síðasta landsliðshóp.

„Það er svo fyndið að hann sé fyrsti maðurinn í sögunni til að spila sig úr landsliðinu með því að spila fótbolta," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Hann klukkaði ekki mínútu hjá City en var samt alltaf í landsliðshópnum. Svo getur hann ekki neitt."

„Djöfull er hann búinn að vera lélegur hjá West Ham," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner