Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   mið 19. júlí 2017 11:09
Elvar Geir Magnússon
EM í Hollandi
Freysi: Þeir sem voru að hugsa um það að koma, drífið ykkur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum í rútuferð í rúmar 90 mínútur eftir leik þannig ég horfði á leikinn í rútunni. Það var góð upplifun og ég hafði gaman af því. Þetta var flott frammistaða," sagði Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins fyrir æfingu í Ermelo í morgun aðspurður að því hvort hann hafi horft á leik gærkvöldsins aftur.

Ísland tapaði þar gegn Frökkum í fyrsta leik liðanna á EM í Hollandi 1-0.

Dómari leiksins sú ítalska,Carina Vitulano var heldur umdeild fyrir sína frammistöðu í leiknum.

„Langar þér að ræða það?

„Þetta er mjög einfalt. Hún dæmdi leikinn illa yfirhöfuð. Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekki. Þegar ég meina að hún dæmdi leikinn illa yfirhöfuð þá var það bæði gagnvart okkur og Frökkunum. Við áttum að fá möguleika rautt spjald á Ingibjörgu, mögulega gult spjald á Sísí, ef hún dæmir víti á Elín Mettu þá átti hún að dæma víti á Söru og að sama skapi á Wendy Renard að fá á sig víti og Laura Georges í innköstunum og hornunum og það er endalaust af svona atvikum. Það er pirrandi þegar fótboltinn er með enga línu en mér fannst við samt ekki láta það trufla okkur í leiknum en þegar stóra atvikið á 86. mínútu kom, þá verður það tilfinningaþrungið og svekkjandi. Við getum ekki breytt því núna," sagði Freysi sem er stoltur af gærdeginum.

„Hugarfarið, nærveran og krafturinn í öllum sem er hérna með okkur í Hollandi og á Íslandi, þetta var flottur dagur og svekkjandi að fá ekki stig. Þetta er síðasta viðtalið og þá er Frakkland búið og frá því að æfingin byrjar hér á eftir þá er bara Sviss. Það er fundur í kvöld um Sviss og einbeitingin er bara um það. Við verðum svo sannarlega klár og við erum svo hungruð að fara og vinna Sviss."

Ísland mætir Sviss í næsta leik en bæði lið eru án stiga eftir fyrstu umferðina.

„Ég held að bæði lið séu meðvituð með það að tap setji okkur í þá stöðu að örlögin eru ekki lengur í okkur stöðu fyrir síðasta leikinn og það vill það enginn. Jafntefli heldur báðum liðum inn í mótinu og sigur setur okur í lykilstöðu. Þetta verður klikkaður leikur og þvílík stemning. Þeir sem voru að hugsa um það að koma til Hollands, drífið ykkur og hjálpið okkur í stúkunni og njótið þess að vera hérna í góða veðrinu í Hollandi," sagði Freysi.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner