Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 19. október 2016 14:54
Elvar Geir Magnússon
„Klopp á líka að fá gagnrýni eftir leikinn leiðinlega"
Klopp og Mourinho fallast í faðma.
Klopp og Mourinho fallast í faðma.
Mynd: Getty Images
Ian Ladyman, íþróttafréttamaður Daily Mail, segir ósanngjarnt að skella skuldinni á Jose Mourinho, stjóra Manchester United, fyrir það hversu leiðinlegur leikur Liverpool og Manchester United var á mánudag.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eigi líka sinn þátt í ljósi þess að Liverpool náði lítið að skapa sér gegn gestunum.

„Það hefur lítil gagnrýni á Liverpool, ástæðan virðist vera vegna þess að liðið var sterkt á lokakaflanum og David de Gea átti tvær góðar vörslur. Það gleymist hversu slæmir þeir voru í fyrri hálfleiknum í leik þar sem United byrjaði betur," segir Ladyman.

„Liverpool var klárlega sigurstranglegra liðið fyrir leik en leikmenn náðu ekki að fara eftir leikáætluninni. Á heildina litið voru það þeir sem brugðust og enn og aftur er það vandamál hjá Liverpool að það vanti plan B, önnur leið til að spila þegar hlutirnir ganga ekki vel."

Ladyman segir klárt mál að lið United sé að verða betra undir stjórn Mourinho og bendir á að 82% af lesendum Manchester Evening News hafi talið úrslitin góð fyrir liðið.

„Stuðningsmennirnir eru þeir sem Mourinho á að þjóna. Þeim og stjórn United, ekki markaðsmönnum á Sky Sports sem skiljanlegu töluðu leikinn upp til skýjanna áður en hann fór fram. Mourinho er íþróttaþjálfari og hann á að bæta liðið, hann gerir það á raunhæfan hátt," segir Ladyman.

„Í íþróttum getur allt gerst. Stundum gerist það óvænta en stundum gerist bara ekkert eins og í leiknum á mánudag."
Athugasemdir
banner