Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær bara hroll við að heyra þessi nöfn
Icelandair
Anthony Taylor og Jose Mourinho.
Anthony Taylor og Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Enski úrvalsdeildardómarinn Anthony Taylor dæmir Ísrael - Ísland annað kvöld í Búdapest. Sigurliðið í leiknum mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM.

Enskir dómarar sjá alfarið um dómgæslu leiksins. Chris Kavanagh verður fjórði dómari og Stuart Attwell sér um VAR dómgæsluna.

Taylor dæmdi úrslitaleik Roma og Sevilla í Evrópudeildinni á síðasta tímabili en sá leikur fór einmitt fram í Búdapest. Taylor varð fyrir aðkasti frá stuðningsmönnum Roma á flugvellinum eftir leik. Einnig fékk hann að heyra það frá Jose Mourinho, þáverandi stjóri Roma.

Rætt var um dómarateymið í hlaðvarpi í Ungverjalandi í gær. „Út frá enska boltanum fær maður smá hroll við að heyra þessi nöfn," sagði Helgi Fannar Sigurðsson, fréttamaður á 433.is, í þættinum.

„Maður hefur heyrt þau of oft í neikvæðu samhengi. Ensku dómararnir eru þeir frægustu og umtöluðustu."

Það er ekki hægt að segja að dómgæslan á Englandi sé mjög góð og sérstaklega er VAR-dómgæslan umdeildan þar í landi.

„Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar hér í Búdapest á síðasta tímabili þar sem allt sauð gjörsamlega upp úr. Mourinho var að hrauna yfir hann í bílastæðakjallaranum. Það var veist að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum hérna. Ég held að það hellist yfir hann minningar þegar hann lendir á flugvellinum í Búdapest," sagði Elvar Geir Magnússon. „Hann ætlar að snúa aftur og vonandi dæmir hann vel."
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Athugasemdir
banner
banner