Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   mið 20. mars 2024 21:01
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór um veturinn: Fengum þá leikmenn sem við ætluðum okkur að fá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Heilt yfir vorum við að vinna okkar varnarvinnu mjög vel og ég var mjög ánægður með það, leikskipulagið hélt hvað það varðar en mér fannst við byrja leikinn virkilega vel, fyrstu 20 mínúturnar komum við virkilega vel inn í leikinn og skorum frábært mark og síðan svona missum við svolítið taktinn seinni hluta fyrri hálfleiks og svona hættum að gera þá hluti sem við höfum verið að gera virkilega vel í vetur."


Lestu um leikinn: Valur 5 -  6 ÍA

„Eins og leikur tveggja öflugra liða verða, það verða kaflar í leiknum og mér fannst við koma aftur vel inn í seinni hálfleikinn og eigum fljótlega sláarskot og álitleg upphlaup og góðar stöður sem við hefðum geta nýtt betur en svona heilt yfir erum við virkilega ánægðir með liðið í dag."

Jón Þór Hauksson var spurður út í veturinn og hvort hann sé búin að vera ánægður með veturinn.

„Gríðarlega vel. Við höfum unnið vel og strákarnir lagt hart af sér í vetur og það hefur gengið mjög vel á alla kanta má segja. Við höfum styrkt liðið virkilega vel og þeir nýju leikmenn sem komu og gengu til liðs við okkur hafa komið vel inn þetta hjá okkur, við fengum þá leikmenn sem við ætlðum okkur að fá og ég er bara gríðarlega ánægður með það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner