Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tomiyasu framlengir við Arsenal
Mynd: EPA
Japanski varnarmaðurinn Takehiro Tomiyasu er búinn að framlengja samning sinn við stórlið Arsenal.

Tomiyasu er samningsbundinn Arsenal þar til í júní 2026 og er möguleiki á eins árs framlengingu í samningnum.

Tomiyasu er 25 ára gamall og hefur spilað 73 leiki á rúmlega tveimur og hálfu ári hjá Arsenal, yfirleitt sem bakvörður.

Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað í öllum stöðum í vörninni en hann er hægri bakvörður að upplagi.

Hann er þekktur fyrir að vera mikill baráttuhundur og var hjá Bologna í ítalska boltanum áður en hann skipti til Arsenal.

Tomiyasu á 41 landsleik að baki fyrir Japan og hefur spilað í 20 leikjum það sem af er tímabils.


Athugasemdir
banner
banner