Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   fim 22. mars 2018 14:10
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Hólmar Örn: Mikil samkeppni milli góðra miðvarða
Icelandair
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson er einn af sex miðvörðum sem eru í íslenska landsliðshópnum í Bandaríkjunum. Framundan eru vináttulandsleikir gegn Mexíkó og Perú, sá fyrri verður á föstudagskvöld.

Það er hörð barátta um að komast í lokahópinn fyrir HM í sumar en hann verður skipaður 23 leikmönnum.

„Það er mikil samkeppni og mikið af góðum miðvörðum hjá Íslandi. Við verðum að sýna okkur og sanna hérna. Það gerðist nokkuð fljótt að menn fóru að gera mjög vel í miðvarðastöðunni, það er bara mjög jákvætt," segir Hólmar.

Hann hefur verið að leika mjög vel með félagsliði sínu, Levski Sofia í Búlgaríu. Varnarleikur er aðalsmerki liðsins og Hólmar og félagar fá ekki mörg mörk á sig.

„Það hefur gengið ágætlega. Við erum með ítalskan þjálfara sem leggur mikið upp úr skipulagi og að verjast frá fremsta manni. Maður nýtur góðs af því og það er hrikalega gaman að spila í svona skipulögðu liði."

Hvernig líkar honum í búlgörsku fótboltaumhverfi?

„Þetta er mjög fínt og hefur komið á óvart. Ég hef notið þess að vera þarna þessa 8-9 mánuðim" segir Hólmar en viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner