Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   fim 22. mars 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Jón Daði: Var best í stöðunni að láta Stam fara
Icelandair
Jón Daði nýtur sín í Bandaríkjunum.
Jón Daði nýtur sín í Bandaríkjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að flestir hafi verið farnir að búast við þessu. Gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska," segir Jón Daði Böðvarsson um tíðindi vikunnar frá hans félagsliði, Reading.

Knattspyrnustjórinn Jaap Stam var látinn taka pokann sinn en Reading er aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti í Championship-deildinni ensku.

„Þessar fréttir komu mér ekki í opna skjöldu. Miðað við hvað þjálfarar fá stuttan tíma í þessari deild þá fékk hann góðan tíma. Ég held að það hafi verið best í stöðunni."

Persónulega hefur Jóni Daða þó gengið vel.

„Ég er að eiga eitt mitt besta tímabil í atvinnumennskunni. Ég er að skora mikið af mörkum og finna mig vel inni á vellinum. Ég er sáttur við persónulegu frammistöðuna mína þó það sé auðvitað leiðinlegt þegar gengi liðsins er svona."

„Þetta hefur verið ansi erfitt, mikið af jafnteflum og töpum. Við höfum ekki unnið í 18 leikjum í röð núna. Okkur vantar gríðarlega að fá sigur í pokann. Þetta er ekki nægilega gott og það er erfitt að komast út úr svona," segir Jón Daði.

Hann er með íslenska landsliðinu í Bandaríkjunum þar sem framundan eru vináttulandsleikir gegn Mexíkó og Perú. Er hann farinn að finna að það styttist í HM?

„Það er rosalega stutt í þetta en ég hef reynt að hugsa ekki neitt út í þetta. Mér finnst það ekkert hjálpa. Frammistaða mín með Reading skilar góðri frammistöðu með landsliðinu svo Reading er í forgangi núna ásamt því að gera mig kláran fyrir landsliðið."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Jón Daði og Kolbeinn ekki með gegn Mexíkó
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner