Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 22. mars 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Yfirnjósnari Bournemouth fylgir Hughes til Liverpool
Mynd: Getty Images
Mark Burchill, yfirnjósnari Bournemouth, verður á næstu dögum kynntur hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, en þetta fullyrðir ítalski fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano.

Liverpool náði samkomulagi við Richards Hughes, íþróttastjóra Bournemouth, á dögunum en hann mun taka við sem yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool eftir tímabilið.

Það var fyrsta ráðning Michael Edwards, sem tók við sem framkvæmdastjóri fótboltamála hjá félaginu, en hann var að snúa aftur til Liverpool eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála og unnið í greiningardeild félagsins alveg til 2022.

Hughes sannfærði Edwards um að fá Burchill, yfirnjósnara Bournemouth, yfir til Liverpool. Samkomulag er þegar í höfn og mun hann skrifa undir samning á næstu dögum.

Hann mun formlega hefja störf hjá Liverpool í sumar.

Burchill spilaði stóra rullu í því að fá Nathan Aké, David Brooks og Philipp Billing til Bournemouth ásamt fleiri leikmönnum.

Umræddur Burchill spilaði 6 landsleiki fyrir Skotland og var meðal annars liðsfélagi Hermanns Hreiðarssonar hjá Ipswich, en auk þess lék hann fyrir Birmingham, Celtic, Portsmouth, Sheffield Wednesday og Wigan.


Athugasemdir
banner
banner
banner