Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjóri Bristol útskýrir hvers vegna hann skipti Herði af velli
,,Besta lið sem ég hef séð með mínum eigin augum
Lee Johnson.
Lee Johnson.
Mynd: Getty Images
„Við komumst nálægt því að gera jafntefli í dag. Man City er topp, topplið, líklega besta lið sem ég hef séð með mínum eigin augum," sagði Lee Johnson, stjóri Bristol City, eftir 3-2 tap gegn Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

„Stundum verðurðu bara að segja 'þeir eru betra lið en við'."

„Við gáfumst samt aldrei upp, reyndum að sækja og skoruðum tvö mörk. Það geta ekki mörg lið sagt að þau hafi skorað tvö mörk gegn liði eins og Manchester City."

„Strákarnir geta lært af þessu og við munum taka það sem við lærðum hér inn í Championship-deildina."

Leroy Sane kom Man City yfir undir lok fyrri hálfleiks í kvöld. Markið skoraði hann eftir mistök í vörn Bristol City. Hörður Björgvin Magnússon hefði átt að gera betur í aðdraganda marksins, en hægt er að sjá markið með því að smella hér. Hörður var tekinn af velli í hálfleik, en Johnson segir að það hafi ekkert haft með þessi mistök hans að gera.

„Það hafði ekkert með Hörð eða hans frammistöðu að gera - við vildum fara inn í seinni hálfleikinn og sækja," sagði Johnson.
Athugasemdir
banner
banner
banner