Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 23. nóvember 2014 12:52
Arnar Geir Halldórsson
Pellegrini mælir með ensku deildinni fyrir Guardiola
Þessir mætast á þriðjudag
Þessir mætast á þriðjudag
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Man City, hrósar Pep Guardiola, stjóra FC Bayern, í hástert en liðin mætast á þriðjudag í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

,,Pep er mjög góður þjálfari. Hann sýndi það hjá Barcelona og núna hjá Bayern Munchen. Hann hefur sérstakan stíl. Augljóslega hefur hann ekki sömu leikmenn hjá Barca og Bayern svo liðin spila ekki eins. En bæði mjög aðlaðandi lið sem spila fallegan sóknarbolta." sagði Chilemaðurinn sem er undir mikilli pressu en City þarf nauðsynlega á sigri að halda á þriðjudag ætli liðið að eiga möguleika á að komast í 16.liða úrslit.

Pep Guardiola á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við þýska stórveldið en hann hefur reglulega verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Pellegrini er sannfærður um að hann myndi gera góða hluti.

,,Ég get ekki séð fram í tímann en ég er viss um að ef hann kemur til Englands mun hann verða mjög mikilvægur, rétt eins og hjá Barcelona og Bayern. En það er ómögulegt fyrir mig að segja til um það. Kannski ætti hann að gera það. Ég held það væri gott fyrir bæði hann og deildina. En ég get ekki talað fyrir hönd Pep Guardiola," sagði Pellegrini.
Athugasemdir
banner
banner
banner