Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. nóvember 2017 22:00
Magnús Már Einarsson
Kassim Doumbia ekki áfram hjá FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Kassim Doumbia verður ekki áfram hjá FH á næsta tímabili en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kassim verður samningslaus um áramót og FH ákvað að semja ekki áfram við hann.

Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hafa KA, Fjölnir, Keflavík og ÍBV sýnt Kassim áhuga,

Kassim hefur hins vegar ákveðið að flytja til Belgíu en hann stefnir á að komast að hjá félagi þar í landi,

Hinn 27 ára gamli Kassim er frá Malí en hann hefur leikið með FH undanfarin fjögur tímabil.

Samtals skoraði Kassim ellefu mörk í 83 leikjum í deild og bikar á ferli sínum með FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner