Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 23. nóvember 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Vardy búinn að selja húsið þar sem Leicester fagnaði titlinum
Fögnuðurinn í eldhúsinu hjá Vardy.
Fögnuðurinn í eldhúsinu hjá Vardy.
Mynd: Getty Images
Ævintýri Leicester tímabilið 2015/2016 er mörgum í fersku minni en liðið varð þá Englandsmeistari öllum að óvörum.

Titillinn var í höfn mánudagskvöldið 2. maí þegar Tottenham, aðalkeppinauturinn í titilbaráttunni, gerði jafntefli við Chelsea.

Leikmenn Leicester hittust heima hjá Jamie Vardy og fögnuðu titlinum í eldhúsinu heima hjá honum þegar flautað var til leiksloka á Stamford Bridge eins og sjá má neðst í fréttinni.

Vardy hefur nú selt húsið sitt og því á hann ekki lengur eldhúsið þar sem fögnuðurinn fór fram.

„Ég er búinn að selja húsið. Þetta er minning sem maður mun aldrei gleyma," sagði Vardy í viðtali við BBC.

Smelltu hér til að sjá viðtal við Vardy á BBC



Athugasemdir
banner
banner
banner