Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 23. desember 2014 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Ancelotti: Upphafið að nýrri gullöld hjá Real Madrid
Ancelotti er bjartsýnn.
Ancelotti er bjartsýnn.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, telur að árið 2014 sé upphafið á nýrri gullöld hjá félaginu.

Madrídingar unnu loksins sinn tíunda Evrópumeistaratitil með því að vinna erkifjendurna í Atletico í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en auk þess vann liðið spænska konungsbikarinn, HM félagsliða og ofurbikarinn.

Þá er Real Madrid búið að vinna 22 sigra í röð og má segja að árið hafi verið frábært fyrir þá hvítklæddu.

,,Þetta hefur verið frábært ár. Með mikilli erfiðisvinnu höfum við náð að afreka mjög mikilvæga hluti," sagði Ancelotti við heimasíðu félagsins.

,,Það gefur okkur gríðarlegan metnað fyrir árinu 2015. Árið 2014 hófst ferli sem gæti verið mjög mikilvægt fyrir framtíð Real Madrid."

,,Við unnum loksins Decima og það var frábært. Þetta var mikilvægasta keppnin, sem alla dreymdi um að vinna. Ég myndi gefa liðinu mjög háa einkunn af 10 mögulegum því við náðum okkar helsta markmiði."


Athugasemdir
banner
banner
banner