Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 24. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Endrick setti met á Wembley
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick er sá yngsti til að skora í landsleik á Wembley í Lundúnum en hann afrekaði þetta með sigurmarki sínu í 1-0 sigrinum á Englandi í gær.

Þessi 17 ára gamli leikmaður kom inn af bekknum í síðari hálfleik og gerði síðan markið þegar tíu mínútur voru eftir er hann hirti frákastið eftir skot Vinicius Junior.

Þar með varð hann yngsti leikmaðurinn til að skora í landsleik á Wembley.

Þá er hann fjórði yngsti markaskorarinn í sögu brasilíska landsliðsins og sá yngsti síðan 1994, þegar Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brasilíu.

Endrick er talinn allra efnilegasti leikmaður Brasilíu. Í sumar mun hann ganga í raðir Real Madrid frá Palmeiras, þar sem hann hittir fyrir félaga sína í landsliðinu þá Vinicius Junior, Rodrygo og Eder Militao.
Athugasemdir
banner
banner