Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   þri 24. maí 2016 21:18
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Auðvitað erum við ekki sátt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafn leikur. Baráttuleikur og stöðubarátta allan tímann. Rosalega lítið um færi“, sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli liðsins við Þór/KA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Þór/KA

„Auðvitað viljum við alltaf vinna þannig að við erum ekki sátt við þetta en þetta er bara niðurstaðan og við verðum bara að taka þetta stig og halda áfram.“

Leikurinn var lokaður og lítið um færi en Þorsteinn átti ekki skýringar á því af hverju Blikum hefði ekki tekist að skapa sér fleiri marktækifæri.

„Ég veit það ekki. Ég er ekki búinn að skoða leikinn. Ég þarf að horfa á hann aftur og meta það en það gekk illa að láta boltann ganga. Í fyrri hálfleik fengum við reyndar fínar opnanir en mér fannst við oft geta gert betur í stöðunni. Við fengum fínar stöður og vorum klaufar í hröðu upphlaupunum og síðustu sendingunni. Við náðum að opna þær í nokkur skipti í fyrri hálfleik en sjaldan í seinni hálfleik og í raun og veru aldrei.“

„Mér þætti reyndar gaman að sjá þessa rangstöðu sem var dæmd á Fanndísi,“
bætti Þorsteinn við. „Það væri áhugavert að sjá það. Ég get reyndar ekki metið það. Ég var ekki í nógu góðri stöðu til að sjá það en fólkinu í stúkunni fannst hún vera réttstæð. Það verður áhugavert að sjá það. Þar er komið dauðafæri.“

Ríkjandi Íslandsmeistararnir hafa farið rólega af stað í stigasöfnun þetta sumarið og gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum eftir sigur í fyrstu umferð. Þorsteinn segist ekki sáttur við uppskeruna en ætlar ekki að staldra við svekkelsið heldur horfa fram á veginn.

„Auðvitað erum við ekkert sátt við jafntefli í síðustu tveimur leikjum. Langt því frá. En við getum ekki breytt því í dag og það er bara næsti leikur. Það er það eina sem við getum verið að horfa á.“
Athugasemdir
banner
banner