Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 25. júní 2017 16:09
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
2.deild kvenna: Fyrsta tapið hjá Aftureldingu/Fram
Kayla Grimsley skoraði fyrir Völsung í dag
Kayla Grimsley skoraði fyrir Völsung í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveir leikir fóru fram í 2.deild kvenna í dag.

Í fyrri leik dagsins tók sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar á móti sameiginlegu liði Aftureldingar og Fram en leikið var fyrir austan á Norðfjarðarvelli.

Þar voru það heimakonur sem báru óvæntan sigur úr býtum, 1-0. Það var Halldóra Birta Sigfúsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 53.mínútu leiksins. Þetta var annar sigur liðsins í sumar og hafa þær nú 7 stig eftir sex leiki.

Afturelding/Fram er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins eftir að hafa leikið 7 leiki.

Í hinum leik dagsins voru líka heldur óvænt úrslit. Völsungur, sem voru í öðru sæti deildarinnar fyrir leik, mættu þá í Mosfellsbæ og tóku á móti Hvíta Riddaranum. Heimakonur voru stigalausar á botni deildarinnar fyrir leikinn og því var búist við öruggum sigri Húsvíkinga.

Gestirnir byrjuðu betur og komust í 2-0 á fyrstu tólf mínútunum. Fyrst var það Kayla Grimsley sem skoraði úr víti og svo var það Lovísa Björk Sigmarsdóttir sem tvöfaldaði forystuna. Heimastúlkur gáfust hins vegar ekki upp og náðu að jafna leikinn alveg undir lokinn með tveimur mörkum á 88. mínútu og svo á 90. mínútu og kræktu í sitt fyrsta stig í sumar.

2.deild kvenna

Fjarðarbyggð/Höttur/Leiknir F. 1-0 Afturelding/Fram
1-0 Halldóra Birta Sigfúsdóttir ('53)

Hvíti Riddarinn 2-2 Völsungur
0-1 Kayla June Grimsley ('7, víti)
0-2 Lovísa Björk Sigmarsdóttir ('12)
1-2 Sóley Rut Þrastardóttir ('88)
2-2 Sóley Rut Þrastardóttir ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner