Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   mið 26. mars 2014 14:55
Magnús Már Einarsson
Siggi Hlö vill Moyes burt - Þessi pappakassi ekki boðlegur
Siggi er kominn á Moyes out vagninn.
Siggi er kominn á Moyes out vagninn.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Við erum með Rio Ferdinand og ég hleyp hraðar en hann, ég er 100 kíló.
,,Við erum með Rio Ferdinand og ég hleyp hraðar en hann, ég er 100 kíló.
Mynd: Getty Images
,,Það er ekki boðlegt fyrir eitt besta félagslið í heimi að vera með þennan pappakassa að stýra þessu," segir útvarps og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Siggi Hlö um David Moyes stjóra Manchester United.

Siggi er stjórnarmaður í Manchester United klúbbnum á Íslandi en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. Siggi hefur haldið tryggð við David Moyes í vetur en eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í gær er hann búinn að fá nóg.

,,Ég er yfirleitt þolinmóður maður en ég er brjálaður núna. Ég nenni ekki þessu kjaftæði."

Tapa stórt gegn Bayern
Manchester United mætir Þýskalandsmeisturum FC Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Siggi er smeykur fyrir þá leiki.

,,Við verðum heppnir með að sleppa með 0-3 af Old Trafford og svo verður þetta slátrun á Arena í Bayern, svona 5-0. Við skorum ekki einu sinni mark í þessum tveimur leikjum," sagði Siggi sem vill breytingar.

,,Ég veit þetta ekki allt best og kann þetta ekki best en svona stýrir maður ekki besta félagsliði í heimi, eins og við séum Brighton & Hove Albion eða eitthvað kjaftæði."

,,Ég er 100 kíló og hleyp hraðar en Rio"
Siggi vonast til að það verði tekið til í leikmannahópi Manchester United í sumar sama hver verður knattspyrnustjóri.

,,Ef við þurfum að sætta okkur við að hafa pappakassann áfram sem stjóra þá vona ég að menn girði sig og kaupi leikmenn. Við erum með Rio Ferdinand og ég hleyp hraðar en hann, ég er 100 kíló."

,,Það þarf að hreinsa til og fá góða leikmenn. Það er ákveðinn kjarni þarna sem menn geta byggt á og ég er alveg til í að taka hann í sátt af því að ég elska félagið mitt en svona gengur þetta ekki."


Í titilbaráttu að ári
Þrátt fyrir að vera í sjöunda sæti núna þá er Siggi bjartsýnn á að Manchester United geti barist um titilinn á nýjan leik að ári.

,,Við skulum fyrst horfa á leikmennina sem koma en ég trúi því alveg. Það er gríðarleg saga þarna og þetta lið á alltaf að vera í topp 3, annað er óásættanlegt. Hvort sem það kemur nýr stjóri eða nýir leikmenn þá verðum við alltaf í topp þrjú á næsta ári, ég lofa því!"

Hér að ofan má sjá viðtalið við Sigga í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner