Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 29. mars 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp hrifinn af De Zerbi: Er að gera ótrúlega hluti
Mynd: EPA
Liverpool mætir Brighton í spennandi úrvalsdeildarslag á sunnudaginn og tjáði Jürgen Klopp sig um leikinn á fréttamannafundi í dag.

Liverpool er í leit að nýjum fótboltastjóra eftir að Klopp hættir í sumar og er Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, ofarlega á óskalistanum.

„Við vitum að þetta verður erfiður leikur gegn Brighton, De Zerbi er að gera ótrúlega hluti þar. Hann var mjög snöggur að aðlagast enska boltanum og það er mjög erfitt að spila við liðið hans. Besta leiðin til að verjast þeim er að halda boltanum," sagði Klopp.

„Ég gæti sjálfur ekki þjálfað þennan leikstíl því hann fer alltof mikið gegn persónuleikanum mínum, en mér finnst samt gaman og mjög áhugavert að horfa á lið eins og Brighton spila fótbolta. Þeir eru með aðeins skipulagðara leikkerfi heldur en til dæmis Manchester City."

De Zerbi er talinn vera meðal efstu manna á óskalista Liverpool ásamt Rúben Amorim þjálfara Sporting.

Brighton er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig eftir 28 umferðir, aðeins nokkrum stigum frá sæti í evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner