Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 30. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leao kostar 175 milljónir - Vonast til að halda Theo og Mike
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Giorgio Furlani, framkvæmdastjóri AC Milan, svaraði spurningum varðandi lykilmenn félagsins sem eru eftirsóttir af stórliðum víða um Evrópu.

Portúgalski kantmaðurinn Rafael Leao er samningsbundinn Milan þar til í júní 2028 og er hann ekki til sölu þrátt fyrir áhuga stórvelda.

„Rafael Leao er með söluákvæði sem hljóðar upp á 175 milljónir evra. Þar fyrir utan þá vill hann vera áfram hjá AC Milan, honum líður vel hérna. Hann segir það sjálfur," sagði Furlani í viðtali við La Gazzetta dello Sport áður en hann var spurður út í Mike Maignan og Theo Hernandez.

„Þeir eru báðir samningsbundnir félaginu þar til í júní 2026 en við vonumst til að halda þeim lengur. Þeir, eins og aðrir leikmenn, fá að ákveða sína framtíð sjálfir."

Furlani var að lokum spurður út í táninginn efnilega Francesco Camarda, sem er algjör lykilmaður í unglingaliði Milan og yngri landsliðum Ítalíu. Camarda er aðeins 16 ára gamall en er búinn að skora 16 mörk í 27 leikjum með U15, U16 og U17 landsliðum Ítalíu.

„Við erum að gera allt í okkar valdi til að halda honum innan okkar raða. Ég er viss um að hann vilji vera áfram hér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner