Á síðustu árum hefur fjöldi belgískra gæðaleikmanna streymt inn í ensku úrvalsdeildina og er það vel. Raunar er það svo að af 25 leikmönnum í síðasta landsliðshópi Belga leika 12 í Englandi (ef með eru taldir Chelsea-mennirnir Kevin De Bruyne sem er í láni hjá Werder Bremen og Thibaut Courtois sem dvelur hjá Atletico Madrid).
Meira »
Á síðustu árum hefur fjöldi belgískra gæðaleikmanna streymt inn í ensku úrvalsdeildina og er það vel. Raunar er það svo að af 25 leikmönnum í síðasta landsliðshópi Belga leika 12 í Englandi (ef með eru taldir Chelsea-mennirnir Kevin De Bruyne sem er í láni hjá Werder Bremen og Thibaut Courtois sem dvelur hjá Atletico Madrid).
Meira »
Eftirfarandi pistill birtist á heimasíðunni siggiraggi.is og er birtur með leyfi höfundar
Árin 2009-2011 eignaðist Ísland sennilega sitt sterkasta U-21 árs landslið í knattspyrnu frá upphafi. Það lið komst í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti í okkar knattspyrnusögu. Meira »
Fótboltasumrinu er að ljúka og þá kemur oft að þeirri spurningu hvað hafi einkennt þetta tímabil fremur en annað? Eftir að hafa fylgst vel með tveimur efstu deildunum (mitt lið leikur í 1. deildinni) finnst mér áberandi að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þjálfun hér á landi.
Meira »
Undanfarið hefur sú umræða verið í gangi, eins og reyndar gerist á þessum tímapunkti ár hvert, um hver verði valinn besti og hver verði valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Meira »
Nú þegar sígur á seinni hlutann á knattspyrnuvertíðinni hér heima er við hæfi að spá fyrir um hvaða leikmenn hafa heillað forráðamenn erlendra liða undanfarið.
Hér er listi yfir 10 leikmenn sem líklegt er að haldi í bakpokaferðalag um Evrópu í haust í þeim tilgangi að finna sér nýja vinnuveitendur. Meira »
Strax í byrjun sumars var orðið ljóst að það stefnir í erfiða tíma hjá AC Milan. Fjölmargir leikmenn hættu hjá félaginu og nokkrir jafnvel eftir margra ára dygga þjónustu. Liðið lenti í öðru sæti í deildinni í fyrra á eftir öflugu liði Juventus og augljóst var að félagið þarfnaðist nokkurra nýrra öflugra leikmanna ef það ætti að geta keppt um deildina og meistaradeildina í ár. Á meðan Juventus hefur bætt við sig nokkrum frábærum leikmönnum hefur Milan hins vegar misst tvo bestu leikmenn liðsins, þá Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva.
Meira »
Á föstudaginn fór fram mikilvægur leikur hjá mínum mönnum úr Leikni í Breiðholti. Leiknismenn berjast fyrir veru sinni í næst efstu deild eftir grátlegt gengi í sumar og í þetta sinn fengu þeir Víkinga frá Ólafsvík í heimsókn. Þessi lið hafa marga hildina háð innan vallar í gegnum tíðina en þó ávallt með virðingu og vináttu.
Meira »
Það vantar ekki frábæra leikmenn í íslenska landsliðið, en því miður eru þeir allir á miðju eða í sókn, ef frá er talinn Grétar Rafn Steinsson. Sem betur fer eigum við mjög góða djúpa miðjumenn, en vörnina verður að styrkja.
Meira »
Nú er fyrstu umferð tímabilsins nánast lokið og óhætt að segja hún hafi heldur betur staðið undir væntingum. Í kvöld mun umferðin klárast þegar leikmenn Manchester United hefja titilbaráttuna á Goodison Park gegn Everton. Stóra spurningin fyrir þennan leik er hvort að Robin van Persie muni spila sinn fyrsta leik fyrir United.
Meira »
Tímabilið er loksins að hefjast. Sem betur fer hefur skarðið í sumar verið fyllt með Evrópumótinu og Ólympíuleikunum. Ég held að kærastan mín sé ánægð með að síðarnefnda mótinu sé lokið. Ég var að pirra hana mikið með því að fagna þeim 29 gull medalíum sem hið magnaða lið Breta krækti í. Sem betur fer hafði ég Joe bróðir minn með mér hér til að fagna hverju gullinu á fætur öðru í hjólreiðum og róðri enda hlaut það litlar viðtökur hjá öðrum.
Meira »
Fréttirnar gerast ekki mikið stærri en í gær þegar fregnir bárust af því að Robin van Persie, fyrirliði Arsenal, væri á leiðinni til Manchester United. Á meðan United menn kepptust við að ímynda sér kappann haldandi á Meistaradeildarbikarnum næstkomandi vor heyrðist í Arsenal-mönnum að hann væri bara meiðslapési sem nánast ekkert gagn væri af.
Meira »
„Hann hefur dæmt mjög vel í sumar," sagði ég við Tómas Þór Þórðarson blaðamann á Morgunblaðinu, vin minn og kollega, á ónefndum leik um daginn.
„Er ekki hægt að segja það um alla dómara í Pepsi-deildinni nema kannski Þórodd Hjaltalín?" svaraði Tómas. Meira »
Þegar byrjað er að lesa þessa grein er gott að hafa í huga að Ítalía liggur í 69. sæti á lista Transperancy International um spillingar eftir löndum. Þar situr Ítalía fyrir neðan lönd eins og Sádí-Arabíu, Kúbu og deilir sæti með Gana og Samóu.
Meira »
Málefni knattspyrnumannsins Mark Doninger hafa verið nokkuð í umræðunni og hafa knattspyrnufélög verið gagnrýnd fyrir að hafa leikmann innan sinna raða sem grunaður er um ofbeldisverk. Svona mál eru auðvitað óþægileg fyrir íþróttahreyfinguna og geta sett blett á starf viðkomandi félaga. Flest íþróttafélög hafa sett sér siðareglur sem iðkenndum, þjálfurum og forráðamönnum ber að tileinka sér. Í þessum reglum kemur yfirleitt fram að þeir sem tengjast félögunum skuli haga sér til fyrirmyndar og stunda reglusamt líferni.
Meira »
Ævisaga hins umdeilda en jafnframt frábæra knattspyrnumanns Zlatan Ibrahimović eftir David Lagercrantz og Zlatan sjálfan kom út í Svíþjóð í fyrra. Íslensk þýðing kom nýlega út í kilju formi undir nafninu Ég er Zlatan Ibrahimović . Þýðandinn er Sigurður Helgason sem lék fóbolta með KR á yngri árum.
Meira »
Ég finn mig knúinn til að ræða kynþáttaníðsmál John Terry sem hefur vakið athygli undanfarna daga og ég vil koma ákveðnum hlutum á framfæri. Ég fylgdist með fréttastofu Sky greina frá réttarhöldunum þetta kvöld þar sem tveir gestir stöðvarinnar fóru í gegnum blöðin.
Meira »
Ég sat við auglýsingaskiltið með 5 bestu vinkonum mínum úr 3. flokki Vals. Hetjan okkar að spila. Hún var fyrsta fyrirmyndin í boltanum, fyrsti alvöru þjálfarinn, Ragnhildur Skúladóttir - Ragga Skúla, margfaldur Íslandsmeistari með meistaraflokki Vals í fótboltanum.
Meira »
Hvað er það sem fær mann til að styðja eitthvað ákveðið lið í enska boltanum? Oft er það áhrif frá vinum, stundum er það geta ákveðins liðs þegar ákvörðun er tekinn og oft skilst mér að börn taki upp á því að halda með sama liði og foreldrar og þá jafnvel eftir smá þrýsting frá þeim. Sjálfur tók ég nokkuð óvenjulega ákvörðun 1980, þá átta ára gamall. Ég byrjaði að halda með Chelsea í trassi við almenn viðmið drengja á mínum aldri.
Meira »
Fyrir skömmu vakti stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands athygli félagsmanna sinna á því, í tilefni þess að í hönd færi tími fjölmennra knattspyrnumóta, að gæta að fyrirmyndahlutverki sínu og sýna háttvísi í samskiptum. Yfirlýsingunni ber að fagna og segja má að ávallt séu slík varnarorð, orð í tíma töluð þegar knattspyrna er annars vegar.
Meira »
Vonandi er þessi fyrirsögn eitthvað til að gera athugasemd við. Við í Grindavík erum þó þeirrar skoðunar að eitthvað sé að hjá sumum liðum. Það er orðið mjög erfitt að byggja upp lið í kvennaboltanum hér á landi og ekki síður eftir að hafa fallið úr efstu deild. Um leið og það er orðið ljóst að lið er fallið er farið að höggva í leikmannahópinn. Lítið við því að gera kannski..... eins dauði er annars brauð. Metnaður leikmannanna okkar er kannski sá að halda sig í efstu deild en það er erfitt fyrir uppeldisfélagið að horfa á eftir mörgum uppöldum leikmönnum til annara liða.
Meira »
