Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   fös 17. ágúst 2012 17:30
Sam Tillen
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ótrúlegt aðdráttarafl enska boltans
Sam Tillen
Sam Tillen
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tímabilið er loksins að hefjast. Sem betur fer hefur skarðið í sumar verið fyllt með Evrópumótinu og Ólympíuleikunum. Ég held að kærastan mín sé ánægð með að síðarnefnda mótinu sé lokið. Ég var að pirra hana mikið með því að fagna þeim 29 gull medalíum sem hið magnaða lið Breta krækti í. Sem betur fer hafði ég Joe bróðir minn með mér hér til að fagna hverju gullinu á fætur öðru í hjólreiðum og róðri enda hlaut það litlar viðtökur hjá öðrum.

Sólin skín á leikvangana, bjartsýni stuðningsmannanna, nýju búningarnir og nýju leikmennirnir, spennan er alltaf eins á hverju ári fyrir nýju tímabili.

Það kom mér margt á óvart í þessu yndislega landi þegar ég flutti hingað og ég er alltaf að læra svo margt nýtt en ástin á enska fótboltanum kom mér verulega á óvart. Þegar ég bjó í Englandi sá ég myndir af því þegar United heimsótti Kína (hvað varð um Dong Fanzohou?) eða eitthvað annað land í Austurlöndum fjær þá var tekið á móti þeim eins og þeir væru Bítlarnir. Þúsundir stuðningsmanna fögnuðu þeim og eltu þá út um allt. Ég vissi að enska úrvalsdeildin væri vinsæl en var hún virkilega svona vinsæl? Maður er nánast inni í loftbólu á Englandi og þessar myndir eru bara sönnun sem þú færð út úr þessum öfgum.

Þegar ég rölti inn á Ölver á vetrarkvöldi árið 2008 bjóst ég við að nokkrir gamlir menn myndu sitja þar með mér og horfa á ensku úrvalsdeildina. Ég bjóst ekki við jafn mikilli spennu og var þarna inni. Ég hefði getað verið á pöbb á King's Road nálægt Stamford Bridge eða á Old Trafford því að lætin og ástríðan í stuðningnum var slík. Þetta var eins og að vera kominn 'aftur heim'.

Þetta hefur verið eins síðan þá. Þegar stóru leikirnir eru finn ég alltaf sportbar til að horfa á þá til að vera í stemningunni. Mér finnst stundum ennþá skrýtið að Íslendingar geti verið svona ástríðufullir í stuðningi sínum á liði sem er í landi og borg sem það hefur kannski aldrei heimsótt áður. Þess vegna er deildin okkar og íþróttin okkar svona sérstök. Hvernig gæti fólk í heiminum á annan hátt, burtséð frá kynþætti, trú eða kyni komið saman á sama tíma síðdegis á laugardögum í 90 mínútur og verið eins og ein fótboltafjölskylda? Ef þú hugsar um þetta þá er þetta ótrúlegt.

Ég hef séð fána hjá félögum fljúga í görðum. Ég hef séð menn sem eru svipað stórir og Jón Páll Sigmarsson faðma hvorn annan og ég hef séð móðganir og örvæntingarfull öskur á risaskjá hjá mönnum og konum í treyjum félaga. Það er frábært að sjá það.

Auk þess sem deildin er að hefjast að nýju þá er Fantasy deildin að hefjast á nýjan leik. Í níu mánuði á síðasta ári var ég alltaf að heyra: 'Ætti ég að gera Rooney að fyrirliða??' og 'Ég veit ekki hvort ég eigi að velja Adebayor eða Demba Ba.' Fólk var alltaf að ræða þetta fram og til baka. Mér fannst ég vera einn og út undan eins og strákurinn sem fær kartöflu hjá jólasveinunum. Núna ákvað ég því að velja lið fyrir þetta tímabil. Ég get núna komið inn í umræðuna þegar að lið fær mark á sig undir lokin eða þegar leikmaður í mínu liði fær óþarfa gult spjald.

Talandi um þetta þá varð Kristján Hauks fyrirliði Fram fyrir miklu áfalli. Hann var númer eitt á Íslandi í Fantasy deildinni allt tímablið og kampavínið var klárt í kælinum. Allt í einu kom einhver sem ég veit ekki hver er, en er líklega stuðningsmaður KR, og stal sigrinum og kom í veg fyrir að Kristján yrði Íslandsmeistari. Það vita allir hvað það er erfitt fyrir Framara að verða Íslandsmeistari eða vinna eitthvað svo að taka titilinn af honum svona var mjög sárt. Ég held hins vegar að Stjáni muni koma til baka. Fantasy spilarar í þessu frábæru landi ættu því að hafa augun hjá sér því að sært dýr er hættulegt dýr....
Athugasemdir
banner
banner
banner