fös 20. júlí 2012 19:00
Sam Tillen
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fótboltamenn eru ekki fyrirmyndir barna
Sam Tillen
Sam Tillen
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Paul Gascoigne var engin fyrirmynd utan vallar
Paul Gascoigne var engin fyrirmynd utan vallar
Mynd: Getty Images
Eric Cantona.
Eric Cantona.
Mynd: Getty Images
Ég finn mig knúinn til að ræða kynþáttaníðsmál John Terry sem hefur vakið athygli undanfarna daga og ég vil koma ákveðnum hlutum á framfæri. Ég fylgdist með fréttastofu Sky greina frá réttarhöldunum þetta kvöld þar sem tveir gestir stöðvarinnar fóru í gegnum blöðin.

Einn af gestunum sagðist ekki skilja hvernig svona oflaunaðir hálfvitar gætu ekki gert sér grein fyrir því að þeir séu fyrirmyndir barna. Ég verð aðeins að grípa inn í, þar sem ég er ekki alveg sammála þessu.

Knattspyrnumenn eru ekki fyrirmyndir og setja ekki staðal í siðferðiskennd. Þeir geta veitt innblástur vissulega og þegar ég var ungur strákur þá gerðu þeir það fyrir mig og sá fyrsti var Paul Gascoigne. Ég átti rúmföt þar sem það var mynd af honum, risa plakat á veggnum og þjálfaramyndband frá honum sem lá við hliðina á videotækinu. Hann veitti mér innblástur eftir frammistöðu sína á HM 1990 sem var fyrsta stórmótið sem ég fylgdist með af alvöru í ensku treyjunni í stofunni.

Sagan segir okkur að líf Gascoigne var í ruglinu. Hann barði konuna sína, átti í erfiðleikum með áfengi, þjáðist af miklu stressi, þyngdarvandamál og mörg fleiri vandamál sem hann hefur glímt við ásamt því að gera klikkaða hluti utan vallar. Hann eyðilagði feril sinn árið 1991 í úrslitaleik FA bikarsins, en átti þrátt fyrir það góðar stundir á vellinum.

Ekki eitt augnablik hugsaði ég um að apa þetta upp eftir honum. Foreldrar mínir kenndu mér hvað væri rétt og rangt. Ég íhugaði aldrei að kýla kærustuna mína í andlitið bara af því að Gazza gerði það. Ég vildi aldrei ropa í míkrafóninn eða segja Norðmönnum að hoppa upp í rassgatið á sér af því að Gazza gerði það. Ég drakk mig ekki í hel eða sniffaði kókaín af einhverjum ástæðum.

Ég vildi hlaupa í gegnum vörn andstæðingsins og láta þá hrynja af mér. Ég vildi lyfta boltanum yfir Colin Hendry og skora gegn Skotum á troðfullum Wembley, skora úr aukaspyrnum og vera með hnitmiðaðar sendingar, það var minn innblástur. Ég vissi að hann væri eitthvað geðveikur og ef eitthvað var þá vildi ég ekki vera eins og hann utan vallar.

Bara af því að veldið í fótboltanum og það sem knattspyrnumenn hafa er mikið og þetta séu heimsfrægir einstaklingar, þá er ætlast til þess að þeir séu einhverjir dýrlingar. Flestir knattspyrnumenn, þá sérstaklega á Englandi, eru ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni, þannig hvernig eiga þeir að sýna næstu kynslóð betra fordæmi?

Ég fékk þann heiður að spila með frábærum knattspyrnumanni í ensku úrvalsdeildinni á mínum yngri árum og hann kunni ekki einu sinni að stafa orðið bíó, þó svo hann hafi verið fyrir utan eitt slíkt. Þannig hvernig á hann að vera manneskjan sem sýnir barni hvernig á að haga sér? Þetta er hlutverk foreldra þeirra til þess að kenna þeim muninn á því hvað er rétt og hvað er rangt. Svo er hægt að dæma út frá því að hverju það leiðir.

Eftir að Eric Cantona sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace a sínum tíma, bárust þá fréttir af því að börn væru að kung-fu sparka foreldra sína á Shell-mótinu sumarið eftir atvikið? Þegar Wayne Rooney greindi frá því að hann hafði heimsótt vændiskonu, voru þá lína fyrir utan Strawberries af mönnum í Manchester United-treyju? Eða unglingar sem sátu heima hjá sér og gátu ekki beðið eftir að borga 53 ára gamallri konu fyrir að sofa hjá sér?

Siðferði einstaklings á að vera dæmt eftir því hvernig sá einstaklingur er alinn upp og sambandi þeirra við alvöru fyrirmyndir, eins og foreldarar eða kennarar, ekki einhverjum manni frá Liverpool sem stenst ekki hæfniskröfurnar. Þeir veita innblástur, já, en það þýðir ekki að það eigi að fara eftir hegðun þeirra.

Annað mál sem ég vildi ræða er laun knattspyrnumanna. Sú upphæð sem leikmenn fá borgað í dag á Englandi er ótrúleg og nú þegar enska úrvalsdeildin gerði þrjú þúsund milljóna króna sjónvarpssamning þá má búast við enn hærri upphæðum. Leikmenn eru sagðir gráðugir fyrir að vilja hærri laun eða fyrir að bera saman laun þeirra við önnur störf.

Á Englandi eru oft borið saman starf hermanns og hjúkrunarkonu. Minn rökstuðningur af þessu er sá að ef þér er boðið að fá eina milljón pund á ári fyrir vinnuna þína, ættu þeir þá að hafna því af því að hjúkrunarkona fær bara 30 þúsund punda eða af því að hermaður fær einungis 20 þúsund pund? Taka á sig 970 þúsund punda launalækkun? Ég held ekki.

Fólk gengur yfirleitt í herinn af því það er ekki með menntun eða hefur ekkert fyrir sér enn. Þetta er besta leiðin fyrir þá af afla sér inn peninga án þess að njóta einhverja hlunninda. Þeir vita af áhættunni og laununum, svo af hverju að kvarta yfir því? Hjúkrunarkonur gera líka frábæra hluti, en það er ekki John Terry að kenna að þær fá ekki nógu mikið borgað. Þetta er vandamál í pólitíkinni. Því meiri hæfleika sem þú hefur því meira er sóst eftir þér. Ef þú ert besti skurðlæknirinn, þá færðu mesta peninginn. Þetta er staðreynd í lífinu, svo af hverju ættu bestu knattspyrnumennirnir ekki að fá hæstu launin?

Það eru jú þeir sem hjálpuðu við að gera þetta að vinsælustu íþrótt heims þar sem allur heimurinn horfir á, allir vilja og sem skapar endalausa peninga. Það kvartar enginn yfir því að Tom Cruise fái 10 milljónir dollara ef að myndin er góð, svo af hverju að gera það yfir Lionel Messi?
Athugasemdir
banner
banner