Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
banner
   mán 23. apríl 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán: Alexander spilar ekki með í byrjun
Alexander Veigar er á meiðslalistanum.
Alexander Veigar er á meiðslalistanum.
Mynd: Raggi Óla
Alexander Veigar Þórarinsson, leikmaður Grindavíkur, verður ekki með í byrjun Íslandsmótsins. Þetta sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag.

Grindavík fær FH í heimsókn í fyrstu umferð á laugardag.

„Við erum aðeins að verða fyrir skakkaföllum og það sem er pirrandi við það er að þetta eru óeðlileg meiðsli. Þetta eru tábergssig, meiðsli á hæl og putta og svoleiðis sem við þurfum að díla við. Þetta gæti þýtt að það verði ekki allir klárir á laugardaginn," segir Óli.

„Alexander er alveg off. Hann fór í aðgerð á putta og má ekkert gera í fjórar vikur held ég. Það er áfall. Við áttum ekki von á því að þessi aðgerð yrði svona. En sem betur fer erum við með hóp til að díla við svona áföll"

Óli segist annars spenntur fyrir því að mæta öflugu liði FH.

„Það fylgja nýjum þjálfara nýjar áherslur og það eru margir nýir leikmenn. Þjálfarinn er góður og þeir þekkja þetta allt saman. Við undirbúum okkur undir það að FH-ingar verði í toppgír," segir Óli Stefán Flóventsson en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner