Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
   þri 24. apríl 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa: Styrkjum okkur líklega fram á við
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil tilhlökkun. Við erum tilbúnir í Kópavoginum. Það er nokkuð ljóst," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Breiðablik hefur æft á grasi undanfarnar vikur en liðið fær ÍBV í heimsókn á grænan Kópavogsvöll á laugardaginn. Blikar unnu Grindavík 3-1 í æfingaleik um helgina og eru í góðum gír fyrir fyrstu umferðina.

„Það eru allir heilir og í góðu standi. Þetta er stór og góður hópur og það verður erfitt að velja byrjunarliðið og hópinn."

Ágúst er staðráðinn í að fá einn sterkan leikmann til vibótar í hópinn hjá Blikum en eins og kom fram í dag þá hefur Breiðablik meðal annars boðið í Steven Lennon hjá FH.

„Við sjáum hvað setur á næstu dögum og hvað verður. Það eru nokkur járn í eldinum og við sjáum hver verður fyrir valinu undir lokin," sagði Ágúst en í hvaða stöðu reikna Blikar með liðsstyrk?

„Það verður líklega fram á við. Það er samt ekki 100%, einn af þessum leikmönnum er varnarsinnaður svo það gæti líka dottið inn."

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner